Verðbreyting Ágúst 2024

1. júlí 2024

Verðbreyting 01.08.24

Við hjá Nordic Training höfum keppst við það að bjóða uppá eins hagstætt verð og við mögulega getum frá stofnun fyrirtækisins.
Þessu höfum við náð að halda til streytu síðustu ár þrátt fyrir viðvarandi verðbólgu og vaxtahækkanir en frá og með 01.08.24 uppfærist verðið á nýjum áskriftum og þann 01.09.24 uppfærist hún hjá núverandi viðskiptavinum.

Þeir viðskiptavinir sem hafa verið í áskrift lengur en 12 mánuði á gamla verðinu munu uppfærast yfir á nýja verðið en þeir sem eru ennþá bundnir á gamla verðinu munu færast yfir á það nýja þegar lágmarksbinditíma samningsins lýkur.


Eftirfarandi verður uppfærð verðskrá frá og með 01.08.24


Almenn verðskrá

12+ mánaða binding - 6.990 kr.- á mánuði | 3 mánaða uppsagnarfrestur

Engin binding - 8.990 kr.- á mánuði | 2 mánaða uppsagnarfrestur

6 mánaða binding - 9.990 kr.- á mánuði

3 mánaða binding - 10.990 kr.- á mánuði

1 mánuður - 12.990 kr.-


Hóptímar verðskrá

12+ mánaða binding - 14.990 kr.- á mánuði | 3 mánaða uppsagnarfrestur

Engin binding - 16.990 kr.- á mánuði | 2 mánaða uppsagnarfrestur

6 mánaða binding - 17.990 kr.- á mánuði

3 mánaða binding - 18.990 kr.- á mánuði

1 mánuður - 19.990 kr.-


Við minnum á að hægt er að senda tölvupóst á bokhald@nordictraining.is til þess að óska eftir nótu fyrir áskriftinni og sækja þar með styrk til sveitafélags, vinnuveitanda og/eða stéttafélags.


Þrátt fyrir þessa hækkun þá munum við samt sem áður halda áfram að bjóða upp á eitt hagstæðasta verðið hér í bæ og það á besta stað með frábært útsýni !


Bestu þakkir fyrir skilninginn

Nordic Training



Deildu þessari færslu

22. ágúst 2024
Nordic Training kynnir HYROX HYROX sameinar bæði hlaup og stöðvar með þrekæfingum. HYROX er íþrótt sem hefur sprungið út í heiminum og er að festa rætur sínar hér á Íslandi. Nordic Training er fyrsta æfingarstöðin á Suðurnesjum með HYROX Certification og þriðja stöðin á landinu. Þú getur kynnt þér HYROX betur hérna. Þú getur skráð þig í HYROX áskrift hérna .
1. febrúar 2021
Öryggi viðskiptavina okkar er alltaf í fyrirrúmi, ekki bara á æfingum heldur líka þegar um smithættu er að ræða vegna Covid-19. Við fylgjum því leiðbeiningum sóttvarnaryfirvalda og förum þess á leit við viðskiptavini okkar að gera slíkt hið sama. Vinsamlegast hafið á ykkur grímu þegar gengið er inn eða út úr líkamsræktarstöðinni og / eða þegar ekki er hægt að virða 2 metra reglunar Þvoið hendur með handsápu áður en æfing hefst. Sótthreinsið allan búnað eftir notkun Fyrirfram þakkir! Nordic Training