SKILMÁLAR
Almennir skilmálar Nordic Training
1. Almenn ákvæði
Skilmálar þessir gilda um kaup á vöru eða þjónustu á vefsvæði Abler ehf. kt:660117-0670, sem rekur Sportabler. Kaupandi, samkvæmt skilmálum þessum, er einstaklingur sem kaupir vöru eða þjónustu af Seljanda í gegnum vefkerfi Abler. Seljandi (t.d. íþróttafélag), samkvæmt skilmálum þessum, er sá aðili sem selur þá vöru eða þjónustu sem um ræðir í vefkerfi Abler. Þessi skilmálar teljast samþykktir við fyrstu kaup á vöru eða þjónustu.
2. Ábyrgðir og skilaréttir
Söluaðilar (Félag) bera alfarið ábyrgð á gæðum þeirra vara og þjónustu sem þeir selja í gegnum vefverslun Abler og ber kaupanda að leita úrlausnar sinna mála til söluaðila. Það sama á við um skilarétt. Ef kaupandi telur að varan sé ekki í samræmi við vörulýsingu þá þarf hann að leita úrlausnar sinna mála til söluaðila.
3. Upplýsingar og verð
Verð á í vefverslun Abler, í útsendum póstum eru með virðisaukaskatti nema annað sé tekið fram. Verð eru einnig birt með fyrirvara um innsláttarvillur, prentvillur og myndvillur. Söluaðili og Abler áskilur sér rétt til að afturkalla pantanir í heild eða að hluta ef að viðkomandi vara er uppseld, skemmd eða gölluð. Söluaðili skal upplýsa kaupanda um allt slíkt eins fljótt og kostur er, og hugsanlega koma með tillögu að annarri vöru sem kaupanda gefst kostur á að samþykkja eða hafna.
4. Viðskiptaskilmálar
Skilmálar þessir ákvarðast af Abler og koma fram á vefsíðu vefverslunnar Abler. Abler vekur sérstaka athygli á því að þessir skilmálar gilda einungis um viðskipti Kaupanda við Abler. Um viðskipti Kaupanda við Seljanda kunna að gilda aðrir skilmálar, settir af Seljanda, eða Seljanda og Kaupanda í sameiningu, sem munu þá liggja til grundvallar ef deilur eða ágreiningur rís vegna þeirra viðskipta. Um undantekningar skal semja sérstaklega við Seljanda. Ef Kaupandi fær ekki afgreidda þá vöru eða þjónustu sem hann kaupir og honum veitir tilkall ti innan þeirra tímamarka sem fram koma skal Kaupandi leita úrlausnar sinna mála hjá Söluðaila. Abler ber ekki undir neinum kringumstæðum ábyrgð á gæðum þeirra vöru- og þjónustu sem keypt er og Seljandi selur í gegnum vefverslun Abler. Fer um það réttarsamband eftir þeim reglum og skilmálum sem gilda á milli Kaupanda og Seljanda.
5. Trúnaðarupplýsingar
Abler heitir Kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem Kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Um meðferð allra persónuupplýsinga fer í samræmi við lög nr. 90/2018 um persónuvernd. Persónuupplýsingar eru geymdar í gagnagrunni Abler. Aðeins eigendur og umsjónaraðilar Abler hafa aðgang að þeim ásamt Söluaðila eftir því sem við á en eru þær upplýsingar aldrei veittar þriðja aðila. Öll vinnsla kreditkortanúmera á Abler er dulkóðuð og fara þær upplýsingar í gegnum heimasvæði Korta. Þegar kaupandi staðfestir kaup á Abler vefverslu, er heimild fengin fyrir viðkomandi upphæð.
6. Greiðsludreifing
Tekið skal fram að skuldfærslu tímabil geta verið breytileg eftir bönkum eða tegundum korta.
7. Meðferð gagna
Vefverslun Abler og gagnagrunnur eru einungis til einkanota. Aðeins má nota upplýsingar af vefsíðunni til persónulegra nota en ekki í viðskiptalegum tilgangi. Gögn af síðunni má ekki afrita í heild sinni eða að hluta án leyfis Abler. Með afritun er t.d. átt við skjáskot, prentun eða tölvulestur gagna. Óheimilt er að endurbirta efni síðunnar eða nota efni hennar til endursölu án leyfis Abler. Öll dreifing, endurútgáfa eða rafræn afritun upplýsinga af vefsvæði Abler í öðrum tilgangi en til persónulegra nota er með öllu óheimil nema með skriflegu samþykki Abler.
Óheimilt er, án skriflegs leyfis Abler, að:
- Afrita, breyta, dreifa, leigja, lána, selja, markaðssetja, gefa út eða framleiða efni sem byggir á gagnagrunni Abler
- Vendismíða, afkóða eða á annan hátt reyna að komast að frumkóða Abler
- Nota gagnagrunn Abler á þann hátt að veittur sé aðgangur að fjöldaniðurhali að upplýsingum úr grunninum, þ.m.t. tölulegum upplýsingum og myndum
- Nota gagnagrunn Abler að hluta eða í heild, til samnýtingar með vörum og/eða forritum.
- Nota upplýsingar af vefsíðu Abler til að útbúa gagnagrunna
- Abler áskilur sér rétt til að innheimta gjald vegna vinnu við gagnavinnslu ef upplýsingar úr gagnagrunni Abler eru afritaðar og nýttar í viðskiptalegum tilgangi.
Síðast uppfært 27. Mai 2020