COVID-19
Leiðbeiningar vegna COVID-19
Núverandi reglugerð yfirvalda vegna COVID-19 fela í sér nokkra þætti sem við verðum að hafa í huga þegar við mætum á æfingar. Hvað okkar aðstöðu varðar eru þetta helstu þættir sem við biðjum viðskiptavini okkar að virða og fara eftir.
Skráningar í hóptíma
Allir sem vilja sækja hóptíma verða að skrá sig fyrirfram í tímann. Hámarksfjöldi er 20 manns í hvern tíma.
Grímuskylda og 2 metra reglan
Hafið grímu þegar gengið er inn og út úr líkamsræktarstöðinni eða þegar ekki er hægt að virða 2 metra regluna.
Sótthreinsun
Þvoið hendur með handsápu áður en æfing hefst.
Sótthreinsið allan búnað eftir notkun.